Það var líf og fjör í skíðabrekkum Hlíðarfjalls. Þar voru á ferðinni 4. bekkingar í skíða- og brettakennslu
í boði Akureyrarbæjar. Á myndum sem teknar voru í ferðinni er ekki annað að sjá en að þau hafi
notið sín vel. Roði í kinnum og tækifærin nýtt til að hvíla sig inn á milli. Fyrr um morguninn komu foreldrar í óformlega
móttöku í skólann þar sem 6. bekkur seldi brauðbollur og kaffi samkvæmt venju. Takk samveruna og takk fyrir okkur.