Puttaferðalag með ljóðskáldi og rappara
Þórdís Gísladóttir, ljóðskáld og unglingabókahöfundur og Atli Sigþórsson/Kött Grá Pje, rithöfundur og rappari heimsóttu 8. - 10. bekk í Brekkuskóla í morgun. Þau rifjuðu upp eigin unglingsár í Hafnarfirði og á Akureyri, spjölluðu um unglinga, unglingabækur, ljóð og sögur. Þau lásu líka úr eigin verkum, bókum hvors annars og jafnvel verkum einhverra allt annarra skálda. Það er óhætt að sega að þau náðu vel til nemenda sem hlustuðu af áhuga allan tímann.
Þórdís Gísladóttir er íslenskufræðingur að mennt og hefur sent frá sér ljóðabækur og barna- og unglingabækur. Hún
hefur enn fremur þýtt fjölda bóka, ritstýrt tímariti og stjórnað barnabókmenntahátíð. Atli Sigþórsson semur alls kyns
orðlist en hann hefur m.a. sent frá sér örsögur, ljóð, reggílög og rapp.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is