Símar

Nú hafa allir árgangar í skólanum hitt stjórnendur á sal skólans þar sem farið hefur verið yfir ýmis mikilvæg atriði sem gott er að minna á í byrjun skólans.  Eitt af því eru símareglurnar okkar sem hafa verið í gildi í nokkur ár og byggja á sáttmála sem gerður var í samvinnu við nemendur. 

Símar eru ekki leyfðir í kennslustundum og ekki í matsal frá kl. 11:00 – 13:00.

Við förum fram á að símar séu ekki í vasa nemenda í kennslustundum þar sem það hefur valdið truflun og ætlumst til að hann sé í tösku eða geymdur í símahóteli sem finna má í kennslustofum hjá elstu nemendum skólans eða í læstum skápum sem þau hafa til afnota. 

Skólinn er vel búinn tækjum og því eiga nemendur ekki að þurfa að nota símana sína í kennslustundum.

Skólinn mun fylgja þessum reglum fast eftir og væntir stuðnings foreldra við það.