Samtal og fræðsla um heimalestur 1. - 3. bekkur

Brekkuskóli býður foreldrum/forráðamönnum, öfum og ömmum nemenda í 1. - 3. bekk Brekkuskóla til samtals og fræðslu um heimalestur.  Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 28. ágúst kl. 16:30  í sal Brekkuskóla.  
Við hvetjum foreldra, ömmur, afa og alla sem geta stutt við heimalestur barnanna okkar til að mæta.  
Anna Sigrún Rafnsdóttir, sérfræðingur frá Háskólanum á Akureyri verður á fundinum og fer yfir ýmsa þætti með okkur.