Óveður - er skóli?

Ef veður eru válynd er reglan sú að  foreldrar meta hvort þeir treysta börnunum í eða úr skóla. Starfsfólk er til taks í skólanum, en skóla er ekki aflýst nema í allra verstu veðrum. Þegar svo er þá er það gert með auglýsingu í útvarpi fyrir alla grunnskóla Akureyrarbæjar. Ef foreldrar meta það svo að þeir treysti ekki barni sínu í skólann þá eru þeir beðnir um að tilkynna það í síma 462-2525 eða með tölvupósti frá foreldri á brekkuskoli@akureyri.is  og þá er leyfi skráð á barnið. Nánar hér