Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Brekkuskóli tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ á dögunum.  Nemendur skólans hlupu samtals 1062 km. 

Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan.  Að hlaupinu loknu fær skólinn viðurkenningarskjal þar sem greint er frá fjölda þeirra sem hlupu ásamt heildarvegalengd sem hlaupin var. Lögð er fyrst og fremst áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.