Netskákmót fyrir grunnskólanemendur

Skákfélag Akureyrar hefur í samvinnu við Skáksamband Íslands ákveðið að blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur á Norðurlandi eystra. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund.  Samskonar mót eru þegar hafin á höfuðborgarsvæðinu og væntanlega um allt land í þessari viku.

Hugmyndin er að auka jákvæða og fjölbreytta afþreyingu fyrir nemendur nú meðan svo margt liggur niðri.  Eg vona að þið séuð tilbúin til að aðstoða við að koma þessum upplýsingum á framfæri við nemendur ykkar, á heimasíðu skólans eða með öðrum hætti sem hentar. 

Öllum grunnskólanemum í bænum er heimil þátttaka í þessum mótum.  Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30 og stendur í klukkustund.  

Þátttaka er einföld, en teflt er á netþjóninum chess.com.  

1. Búa til aðgang á chess.com (ef aðgangur er ekki til staðar nú þegar). Aðgangur er ókeypis og einfalt að búa til aðgang: https://www.chess.com/register  

2. Gerast meðlimur í hópnum "Skólaskák Norðurland eystra" : https://www.chess.com/club/skolaskak-nordurland-eystra 

3. Skrá sig á mótið sem er hægt að gera frá 60 mínútum áður en þau hefjast. Hér er tengill á fyrsta mótið: https://www.chess.com/live#r=176167

Það þarf að ýta á "join" og svo bara bíða eftir að fyrsta skák byrjar klukkan nákvæmlega 16:30. Eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á "next match" þegar skákin er búin.  

Til að tefla í mótinu þarf að notast við fartölvu eða borðtölvu. Chess.com appið virkar ekki í mótum.

Hér má sjá almennar leiðbeiningar um hvernig má skrá sig á chess.com: https://www.youtube.com/watch?v=6HkWj7LCeWw&feature=youtu.be&fbclid=IwAR3RXTnvcyxN2DAf6j_oQEuHU4YvedQiPxRPuwFyU_GMDlAQ5J5Kxugfnl8

Mótin verða alla fimmtudaga næstu vikurnar og hefjast alltaf klukkan 16:30. Að ofan er tengill á fyrsta mótið en til að vera með í mótum á næstunni þarf einfaldlega að mæta á chess.com frá 15:30 á fimmtudögum og skrá sig í mótið í gegnum hópinn "Skólaskák Norðurland eystra".  

Umsjónarmaður mótanna er Stefán Steingrímur Bergsson, stefan.steingrimur.bergsson@rvkskolar.is eða í síma 863-7562.