menntabúðir í Brekkuskóla

Þriðjudaginn s.l. voru haldnar menntabúðir í Brekkuskóla. Viðfangsefnið menntabúðanna  var upplýsingatækni og einstaklingsmiðun. Um 80 manns sóttu menntabúðirnar og komu þátttakendur víða að s.s. Dalvík og Húsavík. Markmið menntabúðanna er að gefa kennurum og þeim sem hafa áhuga kost á að miðla reynslu sinni af notkun upplýsingatækni og læra hver af öðrum. Fleiri myndir hér. Fjölbreyttar menntabúðir voru í boði en kennarar voru einnig hvattir til að deila reynslu sinni og þekkingu. Einni menntabúð var stýrt af nemendum Brekkuskóla. PuppetPals - forrit til að búa til myndasögur Bráðger börn og upplýsingatækni í námi OSMO hugbúnaðurinn - reynir á hug, hönd og rökhugsun. Quizlet - forrit til að búa til spurningaspjöld (flip cards) Sound Cloud og Vacaroo - forrit til að taka upp hljóðskrár sem hægt er að tengja við bækur, próf eða skoðanakannanir með QR kóða. Foxit Reader og Scanner - forrit til að skanna texta og vinna með í tölvu t.d. skrifleg verkefni og vinnnubækur eða pdf. skjöl. Einnig verður fjallað um hvernig sækja má hljóðbækur í snjalltæki. Forrit í sérkennslu.