Brekkuskólaleikar árið 2016 verða settir mánudaginn 2. maí og standa til 4. maí. Að þessu sinni eru þeir sérstaklega veglegir þar sem nú er ólympíuár. Nemendur fara á milli stöðva og fá að taka þátt í margvíslegum íþróttagreinum og leikjum. Má nefna: Jakahlaup, boltaleiki, golf, sund, skólahreysti og dans. Hver árgangur er auðkenndur með ákveðnum lit: 1. b gulur, 2. b rauður, 3. b grænn, 4. b dökk blár, 5. b svartur, 6. b fjólublár, 7. b bleikur, 8. b appelsínugulur, 9. b hvítur og 10. b ljósblár.
Markmið með leikunum eru m.a.:
· að efla samkennd meðal nemenda
· að kynna nemendum mismunandi íþróttagreinar
· að efla félagsþroska
· að kenna nemendum að virða og fara eftir leikreglum
· að kenna tillitssemi