Kynning á samverustund í 2. bekk

Alltaf samverustund í upphafi skóladags
Alltaf samverustund í upphafi skóladags
Allir morgnar í öðrum bekk byrja með samverustund. Börnin 41 að tölu setjast á gólfið á sinn, ákveðna stað, ásamt kennurunum sínum. Í samverustund ræðum við um hvað er að gerast hverju sinni, förum yfir daginn, leggjum inn námsefni, ræðum atriði úr Uppbyggingarstefnunni, lærum ljóð og þulur og leysum lífsgátuna. Við syngjum mikið og ljúkum samverustund svo með nokkurra mínútna íhugun. Þar með eru allir tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins. Þegar þetta er ritað erum við að æfa fyrir árshátíð skólans. Þema árgangsins er hestar og þar sem hestamenn eru þekktir fyrir mikinn og góðan söng munum við að sjálfsögðu syngja nokkra góða slagara, jafnt sem ættjarðarlög, og rappa þulu. Við gætum sem best mætt á svið sem ekta kúrekar, hver veit?

Hér má nálgast myndir frá starfinu í 2. bekk