Hanna Dóra leiðbeinir nemendum
Við innlit í náttúrufræðikennslu hjá Hönnu Dóru föstudaginn 12. apríl voru nemendur í óða önn að
kryfja brjóstholslíffæri úr svínum. Nemendur hafa undanfarið verið að læra um blóðrásarkerfi og
öndunarfæri og var þetta lokahnykkurinn í þeirri fræðslu. Nemendur þurftu að finna helstu æðar sem liggja til og frá hjartanu,
skoða virkni lungnanna og sjá hvernig þessi líffæri vinna saman.
Þennan sama dag var tilbreytingadagur þar sem nemendur klæddust óhefðbundið. Skemmtilegur dagur!
Hér eru fleiri myndir frá verkefnavinnunni