Kennaranámskeið í forritun

Kennt er samkvæmt aðferðafræði Skema og fléttað inn í kennsluna söguborðum, hugarkortum, smá sálfræði út frá virkni heilans og fræðslu um þau jákvæðu áhrif sem kennsla í forritun getur haft á börn. Þátttakendur munu sjá forrit verða að veruleika og upplifa hvað forritun getur verið skemmtileg auk þess hvernig hún getur nýst inn í aðrar námsgreinar. Hægt er að finna leiðbeiningar um hvernig Alice forritunarumhverfið er sótt á youtube.com/skemaeducation (Opnast í nýjum vafraglugga).

Námskeiðið er haldið í samstarfi 3F (Opnast í nýjum vafraglugga).

Innifalið í námskeiðsgjaldi er námskeiðið sjálft, námsáætlun sem styðjast má við í kennslu, aðgengi að verkefnum, aðgengi að samskiptagrúppu á facebook (stuðningsnet og fræðsla) og fleira.
Hámarksfjöldi á námskeiðið er 20 manns.

Staðsetning: Brekkuskóli, Akureyri
Dagsetning: 03.- 04. desember og 14.-15. janúar (mán og þrið).
Tími: 13:30-17:00
Verð: 37.900