ÍSLENSKU MENNTAVERÐLAUNIN

Verðlaun þessi eru sannkölluð þjóðarverðlaun því hver og einn getur sent inn sínar tilnefningar. Við höfum flest skoðanir á því hvað sé góður kennari, frábært námsefni ellegar góður skóli. Því viljum við hvetja alla til að senda inn tilnefningar um þá sem þeir telja að hafi gert góða hluti og eigi skilið að fá Íslensku menntaverðlaunin, og þannig vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskum grunnskólum. Verðlaunaflokkar 1. Skólar sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. 2. Kennarar sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað framúr. 3. Ungt fólk sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt. 4. Höfundar námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi. Nánari upplýsingar á www.forseti.is. Tilnefningar skal senda hvort sem er til skrifstofu forseta Íslands, Staðastað, Sóleyjargötu 1, 150 Reykjavík, eða á menntaverðlaun@forseti.is Síðasti skiladagur tilnefninga er þriðjudaginn 10. maí 2011.