Íslensku menntaverðlaunin 2024

Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri við Brekkuskóla og Giljaskóla á Akureyri, og Hans Rúnar Snorrason, kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, hlutu hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna 2024 fyrir margháttað framlag, leiðsögn og stuðning við kennara og nemendur um allt land við að nýta upplýsingatækni með árangursríkum hætti.

„Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar Snorrason hafa á undanförnum árum haft afar jákvæð áhrif á skólastarf með stuðningi við kennara og nemendur um land allt og með því að vera fyrirmyndir um notkun á upplýsingatækni í skólastarfi. Þeir hafa verið boðnir og búnir til að aðstoða kennara sem leita til þeirra með fyrirspurnir og vandamál og verið einstaklega ötulir við að deila við hugmyndum um rafrænar lausnir,“ segir á vef Samtaka áhugafólks um skólaþróun.

Við í Brekkuskóla erum afar stolt af okkar manni og óskum þeim félögum til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu.