Sveit frá Brekkuskóla tók þátt í Íslandsmóti stúlknasveita í skák (6-10. bekk), sem fram fór í Kópavogi þann 27. janúar sl. Sveitina skipuðu stúlkur úr 6. bekk og voru því á sínu yngsta ári í þessum flokki. Það var því við ramman reip að draga, en sveitin hafnaði að lokum í 6. sæti og hlaut verðlaun fyrir bestan árangur sveitar af landsbyggðinni.
Myndin er af fulltrúum Brekkuskóla á mótinu; f.v. Yrsa Sif Hinriksdóttir, Unnur Erna Atladóttir, Elín Karlotta Anton og Hrafnheiður B. Guðmundsdóttir.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is