Þessir piltar úr Brekkuskóla sem hafa verið að æfa með Skákfélaginu gerðu góða ferð suður á Íslandsmót grunnskólasveita 4. - 7. bekkja. Á myndinni má sjá liðsmenn hampa bikarnum fyrir bestan árangur landsbyggðarsveita. Þeir eru f.v. Sigurður Hólmgrímsson, Jesper Tói Tómasson, Egill Ásberg Magnason, Valur Darri Ásgrímsson og Einar Ernir Eyþórsson.
Keppnin um landsbyggðarbikarinn var hörð og jöfn, enda við sterkar sveitir að eiga.
Í ljós kom að Brekkuskólasveitin átti fullt erindi í verðlaunaslaginn og stóðst flestum sterkari sveitum á mótinu snúning. Heilladísirnar hefðu alveg getað fleytt sveitinni ofar, en þegar upp var staðið endaði hún í 7. sæti af 36 með 19 vinninga, eða um 60% vinningshlutfall.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is