Kennarar Brekkuskóla sóttu iPad vinnustofu hjá Epli.is þar sem þeir prófuðu margvísleg smáforrit "öpp" til kennslu. Spjaldtölvur og
snjallsímar skapa nýja vídd í kennslu. Tæknin er að breyta því hvernig kennarar kenna um leið og tæknin er að breyta því
hvernig nemendur læra. Brekkuskóli hefur sérstaklega verið að skoða hvernig tæknin getur hjálpað nemendum með sérþarfir, en einnig
hafa nokkrir kennarar prófað sig áfram i hópvinnu með iPad.
Kennarasíður Epli.is eru hjálplegar þegar velja á smáforrit fyrir kennslu.