Bjarmi er lögblindur og duglegur drengur
Við fengum heimsókn frá Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Nemendur í 4. bekk fengu fræðslu sem snýr að því hvernig það er að vera blindur eða sjónskertur. Þau fengu
einnig fræðslu í því hvernig við umgöngumst blinda einstaklinga og hvernig við getum best aðstoðað þá. Þar að auki
fengu nemendur að prófa ýmis hjálpartæki og setja upp mismunandi gleraugu sem sýna vel hvernig sjónskertir einstaklingar sjá. Þau fengu
að vita að birta og stækkun er það sem skiptir blinda og sjónskerta mestu máli. Í 4. bekk er nýr nemandi sem er
lögblindur. Hann heitir Bjarmi og er mjög duglegur drengur. Hér má nálgast myndir frá
fræðslunni og myndskeið þar sem einn hópurinn prófar blindrastaf með aðstoðarmanni.