Hljóðbókasafn Íslands er ríkisstofnun sem heyrir undir
mennta- og menningarmálaráðuneytið. Lögbundið hlutverk safnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur, aðgang að
prentuðu máli, á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi.
Lánþegar safnsins eru
sjónskertir, lesblindir og aðrir sem glíma við prentleturshömlun af einhverju tagi. Safnið framleiðir námsbækur fyrir framhaldsskólanema
á hljóðbók eða rafrænu formi og leggur sérstaka áherslu á þjónustu við nemendur. Árlega
eru lesnar inn um það bil 300 hljóðbækur á safninu. Jafnframt eru erlendar námsbækur framleiddar með hjálp talgervilstækni.
Lánþegar safnsins geta auk þess fengið lánað efni frá hljóðbókasöfnum á öllum Norðurlöndunum.
Nemendur með lesblindugreiningu fá aðgang að hljóðbókasafninu þegar greining liggur fyrir.