Brekkuskóli tók þátt í Málæði, verkefni sem List fyrir alla stendur að í félagi við Bubba Morthens með það að markmiði að fá skólabörn til að semja lög og texta á íslensku. Nemendur í 9. og 10. bekk í Brekkuskóla unnu texta í íslenskutímum og þau sem vildu sendu inn texta í verkefnið.
Emil Andri Davíðsson og Örn Heiðar Lárusson í 10.SGP sömdu lag og texta og var lagið þeirra eitt af þremur lögum sem verða fullunnin og flutt á RÚV á degi íslenskunnar þann 16. nóvember.
Í dag, fimmtudaginn 24. október kom fólk á vegum þessa verkefnis í skólann; Emmsjé Gauti og Vignir Snær ásamt Stulla sjónvarpstökumanni og Hörpu Rut og Elvu Lilju verkefnastjórum verkefninsins. Þau unnu með öllum bekknum að því að fullvinna lag og texta. Vinnan gekk mjög vel og krakkarnir stóðu sig frábærlega. Við hlökkum til að sjá afraksturinn á RÚV og samfélagsmiðlum.