Kristján Blær formaður tekur við gjöfinni
"Vinir Brekkuskóla" sem er sjóður foreldrafélags Brekkuskóla færði skólanum borðtennisborð að gjöf í dag.
Fyrsta leikinn léku formaður nemendaráðs, Kristján Blær og formaður foreldrafélagsins, Jóhann Gunnarsson. Það verður ekki gefið
upp hér hvernig leikar fóru, en formaður foreldrafélagsins hafði á orði að mótspilarinn hefði greinilega spilað þessa
íþrótt áður. Sjálfur væri hann betri í að spila hnit (badminton). Borðtennisborðið er staðsett í
nemendaaðstöðu við matsal.
Nemendur, starfsfólk og stjórnendur Brekkuskóla þakka foreldrum góða gjöf.
Myndir frá afhendingunni