Frumsamin ljóð í morgunmóttöku 6. bekkja

Frá góðverkadegi 6. bekkja 2012
Frá góðverkadegi 6. bekkja 2012
Í tilefni af morgunmóttöku skrifuðu nemendur 6. bekkja ljóð um hvernig það er að vera þau.  Mörg falleg og vel skrifuð ljóð litu dagsins ljós.  

Hér má sjá eitt þeirra en öll ljóðin er að finna hér í einu skjali.

Hvað er að vera ÉG?

Að vera ég er eins og bolti.
Bolti sem er driplað og svo sent. 
Þessi ákveðni bolti er mikill handboltamaður og hljómborðssnillingur, hann æfir sig mikið. 
Þessum bolta er driplað aftur og lífið fer af stað.
Boltinn er á tólfta ári og heitir Sveinn. 
Þessum bolta er driplað, tekið fintu og skotið í mark.

Sveinn Áki 6. IÓI