Sjáumst í skólanum!
Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla fær árleg framlög frá foreldrum nemenda í skólanum en í ár hafa greiðslur borist
frá helmingi heimila. Foreldrar og nemendur geta leitað til foreldrafélagsins í ýmsum tilgangi t.d. þegar þörf er fyrir styrki til
bekkjarferða út fyrir bæinn, ferðir á leiksýningar, spilakaup o.fl. sem nýtist nemendum. Einnig hefur foreldrafélagið gefið
skólanum gjafir í gegnum tíðina.
Stjórn foreldrafélagsins vill hvetja foreldra til að leggja sitt á vogarskálarnar og greiða árgjaldið þannig að fleiri fjölskyldur
komi að því að safna í foreldrafélagssjóðinn.
Vinir Brekkuskóla í heimabankanum er reikningur frá foreldrafélagi Brekkuskóla.
Góðar kveðjur,
Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla