Í ár, 30. september, er fjórða árið sem Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn er haldinn í samvinnu
við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga. Dagskráin fer fram í 9. bekkjum grunnskóla um land allt
þar sem nemendur eru beðnir um að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir gegn fíkniefnum.
Hér í Brekkuskóla mun dagskráin fara fram 30. september, kl. 10:20-12:00 í sal skólans.
Nánari upplýsingar um forvarnardaginn má nálgast að vefsíðu verkefnisins.