UST í skólastarfi

Helena og Arnór Gjúki
Helena og Arnór Gjúki
Brekkuskóli vekur athygli vegna forritunarkennslu og þróunarverkefna í upplýsinga- og tölvutækni. Hér er viðtal á N4 við Helenu kennara og Arnór Gjúka nemanda og aðstoðarkennara í forritun. Þau kenna saman tölvuleikjaforritun í Símey. Brekkuskóli er í þróunarstarfi um UST í skólastarfi. Einn liður í því er Nordplusverkefni sem er samstarfsverkefni Brekkuskóla og annarra skóla í Noregi og Lettlandi. Verkefnið tekur til þriggja ára og er nú þegar komið vel af stað. Í Nordplus verkefninu er lögð áhersla á nám og kennslu með UST þar sem kennarar og nemendur læra saman og læra hvert af öðru.Hér er sameiginleg vefsíða skólanna um verkefnið. Arnór Gjúki er aðstoðarmaður kennara í valgrein í Brekkuskóla sem heitir Forritun sem Sigríður Margrét kennir. Þróunarverkefni um rafrænt nám og kennslu í Brekkuskóla er nánar líst á UT torgi menntamiðju. Margrét Þóra og Helena lærðu á thinglink hjá nemendum í Lettlandi þegar þær fóru þangað. Hér er eitt verkefni frá Margréti Þóru sem hún lærði að gera þar.