Foreldrastarf

Í samráði við foreldrafélag skólans er skipulag foreldrastarfs í Brekkuskóla er með þeim hætti að mælst er til að hver árgangur standi fyrir þremur uppákomum yfir veturinn. Foreldrar skiptu sér á haustdögum í þrjá hópa og hver hópur sér um eina uppákomu fyrir allan árganginn. Viðmiðið er að fyrsta uppákoman sé í október/nóvember, næsta uppákoma sé í janúar/febrúar og sú síðasta í mars/apríl.  Í hverjum hópi er eru foreldrar eins barns ábyrgir fyrir að kalla hópinn saman og eru þeir gulmerktir í skjalinu hér að neðan. Að öðru leyti bera foreldrar jafna ábyrgð á framkvæmd atburðanna. Ef sá sem á að kalla hópinn saman gleymir sér bera hinir í hópnum ábyrgð á að minna hann á eða boða til fundar. Nú er fyrsta tímabil foreldrastarfs hálfnað. Nálgast má lista yfir foreldrahópana þrjá í hverjum árgangi hér.