Faðir í Brekkuskóla vekur athygli á vafasömum tölvuleikjum barna og unglinga.

Föður í Brekkuskóla var farið að blöskra hvernig þróunin er orðin í tölvuheimunum og gat ekki lengur setið og fylgst bara með.  Hann hefur skrifað grein um málið og vísar í greininni á tengil sem gefur upplýsingar um tölvuleikina og hvað börnin/unglingarnir okkar eru að upplifa þar. Hann segir orðrétt: "Einn þáttur tölvunotkunarinnar eru leikirnir og mér sýnist allt of margir krakkar á aldri barnanna okkar hafa aðgang að efni sem ætti að halda frá þeim í lengstu lög."   

Netpóstur hefur verið sendur á alla foreldra í Brekkuskóla þar sem bent er á upplýsingar um efnið. "Ég bið ykkur að skoða þetta vel og koma ykkar skoðun á framfæri, annað hvort sem athugasemdir við greinina á vefnum eða í tölvupósti til mín á gudjonster@gmail.com" Guðjón Hreinn Hauksson.

Við þökkum þetta framtak Guðjóns og hvetjum foreldra til að fylgjast með tölvunotkun barna sinna.