Ferðirnar eru samstarfsverkefni Hollvina Húna, grunnskóladeildar Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri. Um borð eru börnin frædd um öryggisatriði á sjó, um sögu Akureyrar og sögu bátsins. Þá fá þau fræðslu um lífríki sjávar frá fiskifræðingi, farið er upp í brú til Gylfa Baldvinssonar skipstjórans sem segir þeim eitt og annað um stjórntæki og vélarrúmið er skoðað í fylgd vélstjóra. Þá eru skoðuð gömul veiðarfæri og búnaður.
Börnin fá alltaf að renna fyrir fisk og skoða lífríkið við botninn með neðansjávarmyndavél. Gert er að fiskinum og innhald skoðað og að lokum er fiskurinn grillaður og borðaður.
Saga Capital fjárfestingabanki hefur styrkt verkefnið en öll vinna Hollvina Húna er sjálboðavinna.
Takk fyrir okkur! 6. AE, 6. ÁÁ og 6. AHG
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is