Skólaslit vorið 2010

Jóhanna María skólastjóri
Jóhanna María skólastjóri
Skólaslit Brekkuskóla fóru fram í dag. Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri þakkaði nemendum, foreldrum og starfsfólki fyrir vel unnin verk. 58 nemendur útskrifuðust úr 10. bekk og fjórir starfsmenn hætta störfum nú í vor. Það eru þær Sigurbjörg Jónsdóttir, Björg Dagbjartsdóttir, Ingibjörg Lórenzdóttir og Oddný Snorradóttir.

 

Verðlaun voru veitt frá sendiráðum Dana og Norðmanna fyrir góðan námsárangur í dönsku og norsku, en Jóhanna María skólastjóri segir alla vera vel að verðlaunum komna þar sem allir höfðu reynt að gera sitt besta. Með slíkri hugsun eru okkur allir vegir færir.

Þetta er í fyrsta skipti frá því Brekkuskóli komst undir eitt þak, sem formleg skólaslit eru höfð á sal skólans fyrir alla aldurshópa. Þátttaka foreldra var mikil og létu þeir vel af fyrirkomulaginu. Undir það taka starfsmenn skólans. Því má búast við því að þannig verði háttað í framtíðinni og hnökrar á skipulagi endurskoðaðir. Sem dæmi um það sem betur má fara er að tvískipta yngsta stiginu.

Myndir frá skólaslitunum og útskriftarathöfninni má nálgast hér.