Félagsmiðstöðin Trója

Félagsmiðstöðin Trója er staðsett í Rósenborg og er sameiginleg félagsmiðstöð fyrir Brekkuskóla, Lundarskóla, Naustaskóla og Oddeyrarskóla. Félagsmiðstöðin býður upp á opið starf þar sem unglingarnir sjálfir undir handleiðslu starfsmanna skipuleggja og sjá um viðburði. Einnig er í boði öflugt klúbbastarf. Þeir klúbbar sem eru í boði í vetur eru:

●     Stelpuklúbbur

●     Strákaklúbbur

●     Adrenalínklúbbur

●     Borðtennisklúbbur

Öllum er velkomið að taka þátt í klúbbastarfinu og hægt er að skrá sig hjá starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar.



Opnanir félagsmiðstöðvarinnar er sem hér segir:



●     Mánudaga 19:30-21:30 í Tróju.

●     Þriðjudaga 19:30-21:30 í Naustaskóla.

●     Miðvikudaga 16:30-18:30 eingöngu fyrir 8. bekkinga í Tróju.

●     Miðvikudaga 19:30-21:30 í Tróju.

●     Á fimmtudögum er klúbbakvöld frá klukkan 19:30 til 21:30.

●     Einnig er opið frá 14:00 til 16:00 á þriðjudögum og fimmtudögum.

●     Fyrsta þriðjudag í mánuði er opnun fyrir 5.-7. bekk frá 16:30-18:00 í Tróju og í Naustaskóla.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar koma upp. Við viljum einnig benda á facebooksíðu fyrir foreldra þar sem viðburðir eru auglýstir og aðrar upplýsingar settar inn, slóðin er Félagsmiðstöðin Trója Foreldrar. Endilega bætið þeirri síðu sem vin. Einnig eru upplýsingar á síðunni www.akureyri.is/rosenborg.

Starfsmenn Tróju veturinn 2013-2014 eru:
Gunnlaugur V. Guðmundsson tengiliður í Brekkuskóla - gunnlaugur@akureyri.is
Óðinn Svan Óðinsson tengiliður í Naustaskóla - odinn@akureyri.is
Katrín Ósk Ómarsdóttir  tengiliður í Oddeyrarskóla - katrinosk@akureyri.is
Anna Guðlaug Gísladóttir tengiliður í Lundarskóla - annagudlaug@akureyri.is