Brekkuskóli tók þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Það má með sanni segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og var unun að hlusta á fallegan upplestur hjá nemendum í grunnskólunum á Akureyri. Fulltrúar Brekkuskóla voru þær Brynja Karítas Thoroddsen og Emma Ægisdóttir og varamenn þeirra þau Birna Dísella Bergsdóttir og Óskar Þórarinsson. Þau stóðu sig öll vel og tryggði Brynja Karítas okkur fyrsta sæti í keppninni. Þess má geta að nemendur úr Brekkuskóla tóku einnig þátt í tónlistarflutningi á hátíðinni. Við erum óendanlega stolt af okkar fólki. Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is