Í mörgum námshópum Brekkuskóla byrjar dagurinn með lestrarstund
Af vef Háskólans á Akureyri:
Alþjóðadagur læsis er 8. september. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis og í
ár taka Íslendingar í fjórða skiptið þátt í þessum alþjóðlega degi.
Læsi verður gert hærra undir höfði þennan dag og eru það Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA,
Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa sem starfa saman að undirbúningi læsisviðburða á Akureyri.
Í meðfylgjandi skjali er hægt að sjá hugmyndir að
læsisviðburðum í tengslum við alþjóðadag læsis.