10.11.2008
Frá því að ákveðið var að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu
ár hvert hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls
helgað þennan dag rækt við það, í góðu samstarfi við skóla, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga enda
virðist dagur íslenskrar tungu hafa náð góðri fótfestu í samfélaginu.
Dagur íslenskrar tungu ber upp á sunnudag að þessu sinni. Dagarnir í kring verða því nýttir til að hafa íslenskuna í
öndvegi. Heimasíða dags íslenskrar tungu hefur að geyma hugmyndabanka og upplýsingar um
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem menntamálaráðherra afhendir árlega 16.nóvember.