Undankeppni Evrópsku tölfræðikeppninnar Greindu betur fór fram á Íslandi núna í febrúar og mars.
Lið frá Brekkuskóla ALGE-BROS hafnaði í 4.-5. sæti en liðið skipa þær Fríða Björg Tómasdóttir, Snædís Hanna Jensdóttir og Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir í 9.HDM.
Brekkuskóli skráði 4 lið til keppni og 3 þeirra komust í úrslitakeppnina.
Greindu betur er Evrópsk tölfræðikeppni sem haldin er á Íslandi á vegum Hagstofu Íslands. Tilgangur keppninnar er að efla talnalæsi meðal grunn- og framhaldsskólanema. Markmið keppninnar er meðal annars að hvetja nemendur til að vera forvitnir um tölfræði og hvetja kennara til nýsköpunar í efnisvali við tölfræðikennslu og að nota tölfræði sem hagnýtt verkfæri í kennslu.
Keppt er í tveimur flokkum: A flokkur - tveir fyrstu bekkir framhaldsskóla og B flokkur - tveir elstu bekkir grunnskóla. Sigurliðin í efstu þremur sætunum í B flokki komu úr Kársnesskóla, Austurbæjarskóla og Garðaskóla. Garðaskóli átti svo annað lið í 4.-5. sæti ásamt Brekkuskóla.
Innilega til hamingju Fríða, Snædís og Heiða
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is