Átak í skólabílnum

Eftir ábendingu frá foreldri fengum við Steina Pé lögregluþjóninn kunna til að fara með börnunum í skólabílnum og ræða við þau um hvernig þeim beri að hegða sér og bera sig að. Steini leggur eftirfarandi til: Hegðum okkur rétt í skólabílnum og einnig þegar við bíðum eftir honum. Við göngum inn og út úr skólabílnum í einfaldri röð og troðumst ekki.  Munum eftir því að spenna beltin. Bíðum eftir vagninum á öruggum stað þar til vagninn hefur stöðvað og við getum farið inn eða út úr vagninum.