Árshátíð Brekkuskóla

Árshátíð Brekkuskóla verður haldin fimmtudaginn 8.nóvember
Þann dag verða sýningar og ýmsar uppákomur verða víðs vegar um skólann. Hin vinsæla ævintýraveröld með hlutaveltu, tívolíþrautum, draugahúsi, spákonu, andlitsmálun o.fl. verður á sínum stað. Að venju er það 6. bekkur sem sér um ævintýraveröldina og er hún liður í fjáröflun fyrir ferð að Reykjum á næsta skólaári. 
Kaffihlaðborð 10. bekkjar verður á sínum stað í matsal frá kl. 12:00 - 18:00. 

Á hádegissýningunum verður sjoppan opin þar sem hægt verður að fá keyptar pylsur og drykki.

Nemendur mæta:

1.-3. bekkur kl: 08:00-13:10 og Frístund tekur við hjá þeim sem þar eru skráðir.
4. og 5. bekkur mætir kl: 08:00
6. bekkur mætir milli kl: 08:00 - 10:00
7.- 8. bekkur mætir kl: 10:00
9.-10. bekkur mætir kl: 11:00

 

Sýningartímar:

1.bekkur 12:00 á sal

2. bekkur 11:30 á sal

3.bekkur 11:00 á sal

4. bekkur 12:30 á sal

5.bekkur 13:00 á sal

7.-8.bekkur 13:45 og 16:30 á sal

9.-10.bekkur 14:45 og 17:30 á sal

 

Hér má skoða dagskrá sem byrjar klukkan 11 og lýkur ekki fyrr en um kl. 19. 

 Við hlökkum til að sjá ykkur!