Árshátíð Brekkuskóla verður haldin fimmtudaginn 8.nóvember
Þann dag verða sýningar og ýmsar uppákomur verða víðs vegar um skólann. Hin vinsæla ævintýraveröld með hlutaveltu, tívolíþrautum, draugahúsi, spákonu, andlitsmálun o.fl. verður á sínum stað. Að venju er það 6. bekkur sem sér um ævintýraveröldina og er hún liður í fjáröflun fyrir ferð að Reykjum á næsta skólaári.
Kaffihlaðborð 10. bekkjar verður á sínum stað í matsal frá kl. 12:00 - 18:00.
Á hádegissýningunum verður sjoppan opin þar sem hægt verður að fá keyptar pylsur og drykki.
Nemendur mæta:
1.-3. bekkur kl: 08:00-13:10 og Frístund tekur við hjá þeim sem þar eru skráðir.
4. og 5. bekkur mætir kl: 08:00
6. bekkur mætir milli kl: 08:00 - 10:00
7.- 8. bekkur mætir kl: 10:00
9.-10. bekkur mætir kl: 11:00
Sýningartímar:
1.bekkur 12:00 á sal
2. bekkur 11:30 á sal
3.bekkur 11:00 á sal
4. bekkur 12:30 á sal
5.bekkur 13:00 á sal
7.-8.bekkur 13:45 og 16:30 á sal
9.-10.bekkur 14:45 og 17:30 á sal
Hér má skoða dagskrá sem byrjar klukkan 11 og lýkur ekki fyrr en um kl. 19.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is