Skákdagur Íslands er haldinn ár hvert á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrrverandi forseta
alþjóðaskáksambandsins FIDE. Af því tilefni var nemendum í 7. bekk Brekkuskóla boðin skákkennsla.
Brekkuskóli vill leggja sitt af mörkum í eflingu skákíþróttarinnar og hefur í vetur boðið upp á námskeið fyrir nemendur
í 1. - 6. bekk. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Andri Freyr, nemandi í 10. bekk, sem leggur stund á skák í sínum tómustundum. Hann
hefur nú fengið liðsstyrk kennara í 7. bekk, Smára Rafn Teitsson að nafni, sem er nýtekinn til starfa hér skólanum. Það voru
því hæg heimatökin að halda upp á Skákdag Íslands þetta skólaárið og erum við hér í
skólasamfélagi Brekkuskóla rík að eiga þessa skákkennara að.
Samkvæmt umfjöllun fjölmiðla fer skákiðkun barna vaxandi á landinu og mikið um skákstarf í grunnskólum víða um land.
Myndir frá skákkennslunni.