Ævar vísindamaður

Ævar vísindamaður mun heimsækja 6. og 7. bekk föstudaginn 14. nóvember 2014. Hann mun lesa upp úr bók sinni "Þín eigin þjóðsaga" sem er ævintýrabók sem kynnir magnaðan heim íslensku þjóðsagnanna fyrir börnum á nýjan hátt, en lesandinn ræður ferðinni sjálfur með því að fletta fram og til baka í bókinni. Í bókinni eru yfir 50 mismunandi endar - sumir góðir, aðrir slæmir - allt eftir því hvað lesandinn ákveður að gera. Þetta er bók sem er eins og tölvuleikur.

Upplestur úr bók Ævars getur því orðið ansi spennandi, þar sem nemendur ákveða hvernig sagan sem hann les fyrir þau endar.

Þegar Ævar er búinn að lesa ætlar hann svo að segja nemendum frá lestrarátaki Ævars vísindamanns, en hann er maðurinn á bak við það lestrarátak. Allir fá bókamerki að gjöf frá Ævari vísindamanni til að kynna lestrarátakið.

Vefur Ævars vísindamanns og lestrarátaksins

Myndin er fengin af vef vísindamannsins