5. bekkur heimsækir Hlíð

5. bekkur í Brekkuskóla heimsótti heimilisfólk og gesti á Hlíð tvo síðustu mánudaga, 28. október og 4.nóvember. Árgangurinn fór í tveimur hópum og dreifðist um húsnæði Hlíðar í klukkustund. Nemendur spiluðu, spjölluðu og lásu fyrir eldri borgarana og stóðu sig feykilega vel. Heldri borgararnir voru mjög ánægðir með komuna og tóku krökkunum opnum örmum, sem og starfsfólk Hlíðar.
Krakkarnir læra ótalmargt af svona heimsókn, framkomu, að hlusta á þá eldri, að halda uppi samræðum sem eru kannski ekki um áhugamál nemendanna og eins læra þau um nærsamfélagið.  
Í dag, árshátíðardaginn, sýna krakkarnir Kardemommubæinn í Hlíð sem er leikrit 5. bekkjar á árshátíð Brekkuskóla.
 
Takk Hlíð fyrir að taka á móti okkur.