1. bekkur tók upp kartöflur

1. bekkurinn gerði sér lítið fyrir og fór í kartöfluleiðangur föstudaginn 25. september ásamt kennurum sínum. Nágrenni skólans okkar er dásamlegt. Í umhverfinu er allt sem góður skóli getur hugsað sér að hafa og má segja að allt sem hugsast getur er einnig í göngufæri frá skólanum, hvort sem um er að ræða sjó, gróður, list, þjónustu eða stofnanir. Að þessu sinni tóku börnin að vísu Strætó heim, enda margir með þunga poka. Kíkið endilega á myndirnar hér.