112 dagurinn 11. febrúar

Þann 11.febrúar er 112 dagurinn og því upplagt að nota tækifærið og minna á númerið. Það er alltaf  álitamál hversu mikla skyndihjálp á að kenna börnum. Engu að síður er mikilvægt að kenna þeim hvernig á að bregðast við og það er að kalla á fullorðin eða hringja í 1-1-2 til að fá hjálp. Þegar hringt er í 1-1-2 er mikilvægt að segja hvað gerðist og vera viðbúin að svara spurningum ekki slíta sambandinu því neyðarvörður ákveður hvenær nauðsynlegar upplýsingar hafa borist frá þér. Hægt er t.d. að nota tækifærið og fara yfir brunavarnir á ykkar heimili t.d ræða útgönguleiðir. Á vef slökkviliðsins undir liðnum forvarnir www.shs.is má sjá hvernig æfa má flóttaáætlanir fyrir fjölskylduna. Skólaheilsugæslan er með fræðslu um slysavarnir fyrir 4.bekk þar sem m.a. er rætt um skólalóðina og nánasta umhverfi, tannáverka, bílbelti, hjálmanotkun, neyðarnúmerið 1-1-2- svo dæmi séu tekin. Notið 112 daginn til að rifja upp hvernig þetta er hjá ykkur. Bestu kveðjur Skólaheilsugæslan Brekkuskóla