Brekkuvision í 5. - 7. árgangi

Brekkuvision hæfileikakeppnin hjá 5. - 7. bekk var haldin á sal skólans 19. mars. Allir árgangarnir héldu sína eigin undankeppni þar sem margir fengu tækifæri á að spreyta sig. Atriðin sem kepptu að þessu sinni í lokakeppninni voru níu. Sigurvegarar að þessu sinni komu úr 7. bekk en þar voru stúlkur á ferðinni sem sýndu dansatriði. Stúlkurnar heita Andrea, Kolbrún, October og Sunneva Kára. Þær sýndu frumsaminn dans. Í öðru sæti varð söngatriði þar sem Rebekka Hvönn Valsdóttir steig á stokk og söng af hjartans list. Í þriðja sæti voru tvö atriði jöfn. Kári Hólmgrímsson úr 6. bekk söng listavel og söngdúett úr 7. bekk þærMaría Björk og Sunneva Kjartans voru öll jöfn í þriðja sætinu. Kynnir á keppninni var Guðmundur Hjálmarsson í 7. HS sem stóð sig með mikilli prýði. Myndir