Brekkuskóli tekur á móti Grænfánanum í annað sinn

Brekkuskóli fékk í dag Grænfánann afhentan í annað sinn. Í tilefni af því var haldin hátíðleg athöfn í Íþróttahöllinni þar sem nemendur og formaður umhverfisnefndar fluttu nokkur stutt ágrip um vinnu skólans í umhverfismálum.

Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar, flutti ávarp við athöfnina og að henni lokinni afhenti Sigrún Jónsdóttir skólanum nýjan skjöld með merki Grænfánans fyrir hönd Landverndar.

Fjörugur fjöldasöngur var leiddur af Magna, og í lokin var nemendum boðið upp á ávexti til hátíðarbrigða. Við þökkum öllum sem lögðu sitt af mörkum og hlökkum til áframhaldandi vinnu við umhverfisvernd.

Hér má sjá myndir frá athöfninni