Birkifræsöfnun

Á mánudaginn fór 4. bekkur og tíndi birkifræ í tengslum við verkefnið Vistheimt með skólum sem Landvernd stýrir og er fræðsluverkefni í Grænfánaskólum um vistheimt og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, lífbreytileika (líffræðilega fjölbreytni) og baráttuna við loftslagshamfarir.  Með aðgerðum sínum fá nemendur verkfæri í hendurnar til að leysa raunveruleg vandamál.

Átakið er liður í því að breiða á ný út birkiskóglendið sem þakti stóran hluta landsins við landnám. Birkiskógar binda kolefni, bæði í viðnum sjálfum og í jarðveginum. Því er endurreisn þeirra mikilvægur liður í því að ná árangri í loftslagsmálum. 

Hér má nálgast myndir frá tínslunni.