Brekkuskóli tekur þátt í bíllausa deginum sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni sem stendur frá föstudeginum 16. september og lýkur á bíllausa deginum fimmtudaginn 22. september. Yfirskriftin í ár er: Better connections / Veljum fjölbreytta ferðamáta.
Fimmtudagurinn 22. september ber yfirskriftina bíllausi dagurinn. Markmiðið með deginum (og í raun vikunni allri) er að
hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Í tengslum við daginn verður Hafnarstræti lokað fyrir bílaumferð í nokkrar klukkustundin og vakin verður athygli á því að ókeypis er í strætó. Brekkuskóli tekur þátt með því að hvetja alla, nemendur, starfsfólk og foreldra til að nota vistvænan ferðamáta og sleppa bílnum þennan dag.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is