ÁRSHÁTÍÐARUNDIRBÚNINGUR! Eftir Ragnheiði Lóu Snædal og Andreu Hansen.

Krakkarnir í Brekkuskóla voru mjög ákveðnir í árshátíðarundirbúningnum og allir lögðu sig fram um að gera sitt besta. Árshátíðarundirbúningurinn gekk vel og öll atriðin voru frábær. Sumir árgangar höfðu ekki mikinn tíma en atriðin voru framúrskarandi og vel leikin miðað við í hve mikilli tímaþröng þau voru unnin. Margir krakkarnir ákváðu atriðin sín sjálfir og voru mjög hugmyndaríkir og skapandi. Eldri árgangarnir skrifuðu leikritin sín sjálfir, þeir völdu sér hugmyndir og gerðu þær að veruleika og settu þær fram út frá eigin hugmyndum. Við fórum í fyrsta bekk og fengum að tala við tvo æðislega krakka og spurðum nokkurra spurninga um árshátíðina. Fyrsti bekkur gerði atriði með þremur lögum sem krakkarnir lærðu utan að og sungu af mikilli list. Krakkarnir eru mjög glaðir með atriðið sitt og finnst fyrsta árshátíðin sín mjög skemmtileg og hlakka til að fá að vera partur af henni þetta ár og öll hin sem tíminn gefur. Til að hrista aðeins upp í spurningunum spurðum við þau hver uppáhalds lögin þeirra eru og hverja þau myndu vilja leika. Lagið Golden boy úr Eurovision kom oft upp og ef til vill myndu þau vilja vera hinn eini sanni Svampur Sveinsson og spræku mörgæsirnar fjórar frá Madagaskar. Við spjölluðum við tvo krakka úr níunda bekk sem eru með kynjabreytta leikritið Mjallhvíti og dvergana sjö sem breytt var i Skjannahvítan og ömmurnar sjö. Hugmynd þeirra að leikritinu byrjaði með því að þau vildu vilja breyta um hlutverk á milli kynjanna, svo völdu þau söguna um Mjallhvíti sem grunn og kom það æðislega út. Þeim finnst atriðið sitt skemmtilegt og finnst gaman að sjá hvað öðrum líkar vel við það og þau eru stolt af sér fyrir að ná þessu svona vel. Við spurðum sömu spurninga og áður og fengum svörin James Bond og fallegu Adele sem á frægasta Hello orðið í nútímanum. Tíundi bekkur ákvað að hafa hinn gamla góða barnaþátt Latabæ og breyta honum í nútímaútgáfu. Fengnir voru fáeinir nemendur til að finna leikrit og skrifa það á stuttum tíma og gekk það eins og í sögu. Báðum nemendunum sem við töluðum við finnst æðislegt á árshátíðinni en ekki ætlum við að ljúga, það skemmtilegasta við hana er að þurfa ekki að læra. Krakkarnir eru glaðir með atriðið sitt og finnst gaman að gera kúnstir á sviði og dansa. Svörin við spurningunum voru Leonardo Dicaprio, Lana Del Rey, Hákon Guðni og besta svarið var við hvern Ágúst Elvar væri til í að vera ef hann mætti vera hver sem er, þá valdi hann sjálfan sig. Sjötti bekkur er með ævintýralandið eins og hefðin er og eru þau mjög spennt yfir því og hlakka alveg hrikalega mikið til. Að mati þeirra tveggja nemenda sem við töluðum við er draugahúsið og þrautirnar skemmtilegast en auðvitað finnast þeim samt allt æðislegt á árshátíðinni. Svörin þeirra voru Little mix og gamli góði bítillinn John Lennon. Þegar farið var í þriðja bekk fengum við æðisleg svör. Þeim finnst atriðið sitt um himingeiminn æðislegt og svo gaman að fá að fræða aðra um geiminn. Þau lærðu líka margt og mikið og finnst gaman að fræðast um himininn. Báðum nemendunum sem við spurðum finnst skemmtilegt á árshátíðinni og hlakka til að fara í draugahúsið, tombóluna og auðvitað að sýna leikritið og syngja lögin. Svörin við skemmtilegu spurningum okkar voru frábær því ekki bara fengum við Svarið Pharell en lika Guns N Roses, Guð hvað krakkar eru töff. Fengum við líka að vita að krakkarnir elska Minions og væru sko til að vera þeir, helst samt King Bob. Okkar góða, skemmtilega og ekki má gleyma „Flawless“ skólastjóra henni Jóhönnu Maríu finnst allt skemmtilegt við árshátíðina en gleðin og spenningurinn er toppurinn. Hún er mjög glöð með öll atriðin og er stolt af því hve mikill metnaður er lagður í þau. Hissa vorum við þegar svar hennar við hvern hún væri til í að leika var Svampur Sveinsson en auðvitað er uppáhalds söngkonan æðislega dívan hún Tina Turner. Jóhanna ætlar að fara í tombóluna en er of smeik fyrir draugahúsið. Það er greinilegt að allir hafa gaman á árshátíðinni.