Hér er heildarskipulagið fyrir árshátíð Brekkuskóla 12. nóvember 2015Sýningar og ýmsar uppákomur verða víðs vegar um skólann. Hin vinsæla ævintýraveröld með
hlutaveltu, tívolíþrautum, draugahúsi, spákonu, andlitsmálun, bíó o.fl. verður á sínum stað. Að venju er það
6. bekkur sem sér um ævintýraveröldina þar sem safna fyrir ferð að Reykjum á næsta skólaári. Kaffihlaðborð 10. bekkja verður í matsal frá kl. 12:00 - 19:00. Á
hádegissýningunum verður sjoppa 10. bekkinga opin þar sem hægt
verður að fá keyptar pylsur og drykk. Aðgangseyrir á árshátíðina er enginn. Helstu verð í fjáröflun 6. og 10. bekkinga: Kaffihlaðborð: 8.-10. bekkingar og fullorðnir 1000 kr. og börn í 1. -7. bekk 500 kr. (frítt fyrir nemendur á leikskólaaldri) Pylsur í hádegi kosta 300 kr. Drykkir eru á verðbilinu 100 - 250 kr. Ævintýraveröld: Hver miði kostar 100 kr.Rétt er að taka það fram að ekki er hægt að taka við greiðslum með kortum í skólanum. Nemendur mæta í skólann á árshátíðardag:1-3 bekkur kl: 08.00-13.10 og frístund tekur við4 og 5 bekkur mætir milli kl: 08.00-10-006-8 bekkur mætir kl: 10.009-10 bekkur mætir kl: 11.00 Sjáumst í skólanum á hátíðardegi!