ADHD samtökin hafa látið útbúa fyrir sig endurskinsmerki með teikningum Hugleiks Dagssonar sem seld verða til fjáröflunar . Allur ágóði þeirra rennur óskiptur til ADHD samtakanna og fer í að efla starfsemi og þjónustu við einstaklinga með ADHD. Merkin eru nú þegar komin í sölu í öllum verslunum Krónunnar og eru einnig til sölu á vef samtakanna. ADHD samtökin hvetja alla til þessa að kaupa endurskinsmerkin og breiða út boðskapinn til ættingja og vina.
Málþing verður haldið föstudaginn 23. September undir yfirskriftinni Nýjar lausnir – ný sýn. Þar verða kynnt verkefni sem sveitarfélögin hafa staðið að til bættrar þjónustu við börn með ADHD. Sýnd verða myndbönd um ungmenni með ADHD og kynnt verður Fókus sjálfshjálparforrit fyrir fullorðna með ADHD. Nánari dagskrá málþingsins er að finna á www.adhd.is nýrri vefsíðu samtakanna sem við hvetjum alla félagsmenn til að kynna sér. Þar má líka finna fjóra nýja bæklinga um ADHD og ýmsan gagnlegan fróðleik.
Með bestu kveðju
Björk Þórarinsdóttir , formaður ADHD samtakanna, bjork@adhd.is
Elín Hoe Hinriksdóttir, varaformaður ADHD samtakanna, elin@adhd.is
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is