Ýmsar breytingar fylgja því að fara úr 7. bekk í þann 8. Ein stærsta breytingin er í því fólgin að á
unglingastigi er hluti kennslustunda val nemenda þar sem valið er á milli kjörsviðsgreina.
Hver nemandi þarf að skila 37 kennslustundum á viku. Í kjarna eru 29 kennslustundir, hver kjörsviðsgrein samsvarar 2 kennslustundum á viku
því þurfa nemendur að velja 4 greinar.
Kjörsviðsgreinar eru ekki aukagreinar heldur eru þær jafn mikilvægar og skyldugreinarnar og kröfur um ástundun og árangur eru á engan hátt
minni.
Gott getur verið að huga að framtíðaráformum strax í efstu bekkjum grunnskólans og þess vegna er mikilvægt að vanda
ákvarðanatöku um kjörsviðsgreinar. Það hefur ekki áhrif á rétt nemenda til framhaldsnáms hvaða kjörsviðsgreinar þeir
velja sér en það getur auðveldað framhaldsnám að hafa tekið greinar í grunnskóla sem skiptir máli fyrir þá námsbraut
í framhaldsskóla sem nemandi stefnir að.
Við boðum hér til kynningarfundar fyrir foreldra nemenda í tilvonandi 8. bekk þar sem farið verður yfir framboð kjörsviðsgreina og fyrirkomulagið
útskýrt.
Fundurinn verður á sal Brekkuskóla, miðvikudaginn 28. apríl kl. 17:00-18:00. Hann er hugsaður fyrir foreldra/forráðamenn og nemendur en auk þess
förum við yfir þessa hluti með nemendum í kennslustund fyrr um daginn.
Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest.
Með bestu kveðju,
Steinunn Harpa, náms- og starfsráðgjafi - steinunnh@akmennt.is
og Sigríður Kristín, deildarstjóri - sigga@akmennt.is
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is