7. bekkur vinnur gullskóinn í „Göngum í skólann“ verkefninu!

Nemendur 7. bekkjar fagna eftir að hafa unnið gullskóinn í Göngum í skólann verkefninu. Þetta frábæra verkefni hvetur nemendur til að ganga eða hjóla í skólann í stað þess að fara með bíl.  Markmiðið er að stuðla að heilbrigði og umhverfisvernd og er frábær leið til að hvetja börn til að hreyfa sig og hugsa um umhverfið.

Nemendur skráðu ferðir sínar í skólann yfir ákveðið tímabil og stóð 7. bekkur sig frábærlega og náði bestum árangri. Þess ber að geta að góður árangur var í öllum árgöngum og ljóst að verkefnið er hvetjandi. 

Til hamingju 7. bekkur!